Meðferðarstofa

Sálmeðferð.is

Hildur Magnúsdóttir

Hildur Magnúsdóttir er sálmeðferðarfræðingur með samþætta (integrative) nálgun.

Hildur veitir fullorðnum einstaklingum sálræna meðferð með sérhæfðri innri samtalsmeðferð; IFS partameðferð; Internal Family System Therapy. Hún tekur einnig mið af tilfinningamiðaðri meðferð (Emotion Focused Therapy) og notar stundum EMDR. Öll þessi meðferðarform hafa sýnt fram á árangur. Hún er með evrópska  vottun (ECP). Hún starfar undir áhrifum frá tengslakenningunni, Gabor Maté, Bessel van der Kolk og jákvæðri sálfræði.

Hildur hefur sérhægt sig í að aðstoða fólk við að vinna úr ofbeldi, afleiðingum ófullnægjandi atlætis eða skilaboða frá uppalendum eða öðrum á viðkvæmum uppvaxtarárum með þeim augljósu eða huldu afleiðingum sem slíkt hefur á lífið, sambandið við sjálfan sig og aðra. Birtingarmyndir þessa eru oft lágt sjálfsmat, skömm, sjálfsgagnrýni, fíknir, þunglyndi og kvíði. Hún hefur sjálf farið í gegnum meðferð og sækir handleiðslu og símenntun, allt mikilvægir þættir fyrir gæðastýringu. Hún er með vefsíðuna www.salmedferd.is og starfar á stofu í Reykjavík og í gegnum netið. Hildur er einnig hjúkrunarfræðingur MSc.