Meðferðarstofa

Endurheimt

Margrét Gunnarsdóttir

Margrét veitir sálræna meðferð einstaklingum 18 ára og eldri, með áherslu á tengsl, samskipti, núvitund og órjúfanlegt samspil líkama, huga og tilfinninga. Hún vinnur út frá nútíma kenningum í taugavísindum, um tengsl og tengslamyndun, líkamsmiðaða (somatic) sálfræði og áfallafræði/meðferð, m.a. EMDR. Hún hefur sérhæft sig í meðferð tengslavanda og áfalla. Margrét býður einnig upp á meðferð sem hefur bein áhrif á ósjálfráða taugakerfið, Safe and Sound protocol. Hún sækir sér stöðugt handleiðslu og símenntun og er sem stendur í 4ja ára sérnámi í núvitundar- og líkamsmiðaðri sálrænni meðferð (Hakomi Mindful Somatic Psychotherapy). Margrét er einnig sjúkraþjálfari með sérfræðiréttindi frá Landlækni í geðheilsusjúkraþjálfun með áfallameðferð sem sérsvið. Hún starfar hjá Endurheimt – heilsumiðstöð Lynghálsi 4, Reykjavík.

Margrét er með klíníska meistara gráðu í samþættri sálrænni meðferð (Integrative psychotherapy) frá Derby háskóla og Sherwood Institute. Hún er einnig með sérfræðiréttindi Landlæknis í geðsjúkraþjálfun með áfallameðferð sem sérsvið. Hennar sérhæfing er á sviði áfallameðferðar og tengsla- og samskiptavanda.