Meðferðarstofa

EMDRstofan

Edda Arndal

Edda hefur sérhæft sig í para og fjölskylduráðgjöf, meðferð áfallastreitu einstaklinga og handleiðslu fagfólks. Sál-líkamleg nálgun (Somatics psychology), tengsla og kerfakenningar fjölskyldufræðanna, psychodynamiskar kenningar djúpsálfræðinnar og atferlismótandi kenningar díalektiskrar atferlismeðferðar (DAM) hafa mótað meðferðarnálgun Eddu. Hún gengur út frá heild líkama og sálar í allri meðferðarvinnu (EMDR, SE), mikilvægi öruggra tengsla í parasambandinu og fjölskyldunni (EFT), mikilvægi þess að lifa í núinu (núvitund) ásamt því að þekkja fortíð sína (psychodynamik), því að gangast við raunveruleikanum eins og hann er ásamt því að tileinka sér hegðunarmótandi færni til að þola erfiðar tilfinningar og aðstæður (DAM) sem fylgja lífsins ólgusjó. Edda hefur langa starfsreynslu í meðferðarvinnu með fullorðna, ungmenni og fjölskyldur. Þar má telja störf á geðsviði LSH á bráðageðdeildum, störf á göngudeild BUGL við bráðamóttöku, viðtalsmeðferð og hópmeðferð. Hún hefur rekið eigin meðferðarstofu frá árinu 2009 þar sem boðið er upp á viðtalsmeðferð fyrir pör, fjölskyldur og einstaklinga og er nú með aðstöðu á EMDR stofunni í kópavogi. Hún starfar einnig sem fagstjóri hjá Píeta samtökunum og sinnir þar meðferð einstaklinga með sjálfsvígsvanda og stuðningi við syrgendur. Edda sinnir handleiðslu fagfólks í formi einstaklings og hóphandleiðslu fyrir ýmsar stofnanir.