Meðferðarstofa

liljas.is

Netfang

lilja@liljas.is

Lilja Steingrímsdóttir

Meðferðin sem Lilja veitir er líkamsmiðuð sál- og áfallameðferð. Hún lærði Bodynamic sálmeðferð, áfallameðferð og handleiðslu í Danmörku á árunum 2015-2023. Hún er einnig ferngið þjálfun í að gera svokallað ,,Bodymap" sem er sálrænt líkamskort. 

Lilja hefur reynslu af því að veita sálmeðferð fólki sem glímir við afleiðingar margskonar áfalla og fólki sem gengur í gegnum meirháttar breytingar í lífinu svo sem hjónaskilnað, atvinnumissi, kulnun og heilsufarsmissi. Lilja hefur einnig reynslu af að veita sálmeðferð fólki sem upplifir félagsfælni, einmanaleika, þunglyndi, ,,gender dysphoria” og viðvarandi sorg.

Ég vinn með skjólstæðingnum að því að greina hvar hann er tilbúinn og fær um að stefna að breytingum. Í því ferli vinnum við með áfallasögu, tengslafærni og núverandi varnarhætti.

Breytingar í átt að bata geta gerst í litlum skrefum eða stórum, allt eftir tiltækum úrræðum og þeim aðstæðum sem skjólstæðingurinn býr við í dag. Allar breytingar byggjast á því sem er mögulegt í raun og veru, þar sjáum við hvað er hægt að gera og síðan hægt og rólega þjálfum við viðeigandi úrræði til að auðvelda breytinguna. Líkaminn er með í meðferðarvinnunni  og styður skjólstæðinginn og styrkir í átt að breytingum

Lilja hefur einnig starfað við barna og fjölskylduhjúkrun og líknarhjúkrun í nokkra áratugi. Það hefur mótað hennar sýn og nálgun á að vinna með fólki. Hún er einnig með diplómapróf í hómópatíu frá 1998 og frá 2012 með próf sem gönguleiðsögumaður frá MK.

Lilja er í stöðugri í handleiðslu samhliða starfi og vinnur að faglegri endurnýjun með handleiðslu, ýmsu viðbótarnámi og námskeiðum.

Nám/námskeið sem ég hef setið og tengjast meðferðarvinnunni.

  • 2025 Frigør din stimme. Krops-psycologiskt arbejde med stemmen, 16 timer.
  • 2025 Course in Motivational interviewing -MI-, 16 hours.
  • 2024 Hakomi Therapy workshop February 2025 – 16 hours.
  • 2024 NARM – The Neuro Aective Relational Model. 8 hours.
  • 2024 8 week course in Mindfulness and self-compassion – 32 hours.
  • 2023 Course in Autogenic training for Relaxation, 12 hours.
  • 2023 MAPS-MDMA- assisted therapy education program. One week.
  • 2019 Conflict management – 5 hours.
  • 2008 Basic Training Course (BCT) for future Redcross delegates – One-week.
  • 2003 “Nursing interventions with families Experiencing Chronic illness”. One-week.
  • 2001 Workshop by dr. Philip Derbyshire professor at the Women’s and children’s Hospital in Adelaide, Australia. Subject: Understanding health and illness through arts and humanities, One-day.
  • 1994-1998, 4 year part time diploma study of homeopathy at London Collage of Practical Homeopathy.

Viltu sækja um félagsaðild?


Viltu sækja um félagsaðild?