- Stuðlar að og viðheldur faglegri hæfni á Íslandi
Stuðlar að og viðheldur faglegri hæfni á Íslandi
Um félagið
SALM er félag sálmeðferðarfræðinga á Íslandi. Það var stofnað 24.október 2019. Aðild er opin fyrir þá sem hafa lokið viðurkenndu sálmeðferðarfræðinámi.
SALM beitir sér fyrir því að efla fagmennsku, þróun og samstöðu fagstéttar sálmeðferðarfræðinga á Íslandi auk þess að vera bakland félagsmanna. Félagið skapar félagsmönnum vettvang til að efla samráð og tengsl sín á milli, heldur utan um upplýsingasíðu þar sem finna má nýjustu rannsóknir, strauma og stefnur í faginu, ráðstefnur og tækifæri til símenntunar. SALM veitir almenningi upplýsingar um þjónustu starfandi sálmeðferðarfræðinga og meðferðarnálganir þeirra. Með þessu viljum við gefa sem flestum færi á að kynnast og nýta sér þessa meðferðarnálgun sem einkennist af áherslu á einingu sálar, líkama og félagsumhverfis, mikilvægi tengsla og vægi meðferðarsambandsins, sem við trúum að breytt geti lífi fólks til betri vegar.
Í samræmi við stefnuyfirlýsingu Evrópusamtaka sálmeðferðarfræðinga (European Association for Psychotherapists Act) vinnur félagið að því að byggja upp, styðja við og tryggja gæði sjálfstæðrar fagstéttar sálmeðferðarfræðinga.
Stefnuyfirlýsingin nær yfir allar hliðar starfs sálmeðferðarfræðinga við að beita sambandsmiðuðum sálrænum aðferðum sem byggðar eru á vísindalegum grunni (evidence informed) til að meðhöndla sálrænan, sálfélagslegan og sálvefrænan vanda.
Siðareglur Félags sálmeðferðarfræðinga byggja á alþjóðlegum siðareglum fagsins sem virða reisn, sjálfstæði og sérstöðu sérhvers einstaklings.
Stjórn félagsins
Todd Kulczyk
Formaður
Edda Arndal
Varaformaður
Edda Arndal
Varaformaður
Framtíðarsýn
Félag sálmeðferðarfræðinga styður við faglegt starf og þróun hjá sálmeðferðarfræðingum með áherslu á endurmenntun, samstarf og kynningarefni.
Markmið okkar er að koma vitneskju um eðli og gagnsemi meðferðarinnar til sem flestra og auka þannig möguleika þeirra sem meðferðin gagnast fyrir til að njóta hennar.
Félagsmenn SALM vinna að því að byggja upp vettvang fyrir upplýsingar, leiðbeiningar og stuðning fyrir þá sem nota sálræna meðferð í vinnu sinni eða stefna að því að starfa innan sálmeðferðarfræði.
Félagsmenn
Fyrir félagsmenn
Félagsmenn SALM vinna að því að byggja upp vettvang fyrir upplýsingar, leiðbeiningar og stuðning fyrir þá sem nota sálræna meðferð í vinnu sinni eða stefna að því að starfa innan sálmeðferðarfræði.
- Upplýsingar og stuðningur
- Þróun
- Alþjóðlegt samstarf
- Starfs- og siðareglur
- Tengslanet
- Fréttir og viðburðir
Hvað er sálmeðferð?
Sálmeðferð er alhliða, meðvituð og skipulögð meðferð sálfélagslegs, sálvefræns, tilfinninga, samskipta og/eða hegðunar vanda, með vísindalegum sálrænum aðferðum. Sálmeðferð er húmanístísk nálgun sem lítur á einstaklinginn sem heild og leggur áherslu á hugtök eins og frjálsan vilja, trú á eigin getu og þroska sjálfsins (self-actualization). Hún leitast við að hjálpa fólki að nýta getu sína og ná sem bestri líðan. Gegnum samspil milli eins eða fleiri einstaklinga og eins eða fleiri sálmeðferðarfræðinga, er unnið að því að hjálpa einstaklingnum að ná persónulegum markmiðum. Sálmeðferð krefst bæði almennrar og sérhæfðrar menntunar/þjálfunar og nýtir aðferðir sem byggja á gagnreyndum kenningagrunni og staðfestri klínískri reynslu.
Sálmeðferðarfræðingur er fagaðili á geðheilsusviði, menntaður til að meðhöndla einstaklinga með sálrænan, tilfinningalegan og sálfélagslegan vanda. Mismunandi er eftir sérhæfingu hvort þeir starfa með einstaklingum, pörum, hópum eða fjölskyldum.